Norræna félagið

Ganga í félagið

Eflum norrænt samstarf - tökum þátt í starfsemi Norræna félagsins

Fréttir
Fyrirlestur - Grænland og leið þess til sjálfstæðis

Föstudaginn 22. júlí kl. 15:00 flytur Lars-Emil Johansen fyrirlestur í Norræna húsinu. Við hvetjum allt áhugafólk um grænlensk stjórnmál að mæta og hlýða á fyrirlesturinn og jafnvel taka saman lagið við undirleik fyrirlesarans.

Minningarathöfn um atburðina í Útey - 22. júlí kl. 16:30

Verið velkomin á minningarathöfn vegna þeirra 77 einstaklinga sem létust í hryðjuverkaárásunum í Osló og Útey 22. júli 2011. Minningarathöfnin fer fram í minningarlundinum í Vatnsmýri föstudaginn 22. júlí kl 16:30.

Fundur fólksins fer fram 16. - 17. september 2022

Fundur fólksins verður haldinn 16. - 17. september 2022 í Reykjavík. Skráning er nú þegar hafin á www.fundurfolksins.is.

Vilt þú taka þátt í Ungdommens Folkemøde NORD?

Ert þú á aldrinum 18-25 ára? Við leitum nú að 2 aðilum frá Íslandi til að taka þátt í verkefninu. Umsóknarfrestur er 1. ágúst 2022.

Norrænt málþing um tungumál 27. júní í Veröld

Er hægt að bæta tungumálaskilning á Norðurlöndum með snjallforritum? Geta snjallforrit aukið áhuga ungs fólks á norrænu málunum?

Stofnfundur Norræna félagsins á Austurlandi

Stofnfundur nýrrar félagsdeildar Norræna félagsins á Austurlandi var haldinn fyrir fullu húsi 8. júní síðastliðinn.

Norrænn afmælis- og vinabæjarlundur

Í tilefni af 100 ára afmæli Norræna félagsins og norræns vinarbæjarmóts gróðursettu félagsmenn fyrstu trén í norrænan afmælis- og vinabæjarlund.

Norð­ur­lönd­in hafa allt­af ver­ið heim­a

Í viðtali við Fréttablaðið segir for­maður Nor­ræna fé­lagsins það mikil­vægara en nokkurn tíma að efla sam­starf og vin­áttu á milli Norður­landa. Fólk taki nor­rænu sam­starfi sem gefnum hlut og hafi það leitt til hnignunar.

Norræna félagið fordæmir innrás Rússa í Úkraínu

Á sambandsþingi Norræna félagsins sem haldið var 1. – 2. apríl var samþykkt eftirfarandi ályktun þar sem Norræna félagið fordæmir harðlega innrás Rússa í Úkraínu.

Ný stjórn kjörin á sambandsþingi Norræna félagsins

Á sambandsþingi Norræna félagsins 1. – 2. Apríl 2022 urðu breytingar á lögum félagsins og fækkað í stjórn. Á aðalfundi Norræna félagsins á höfuðborgarsvæðinu var kjörinn nýr formaður.

Norræna félagið 100 ára

Þann 29. september 2022 verða liðin 100 ár frá stofnun Norræna félagsins á Íslandi. Í tilefni aldarafmælisins verður allt árið 2022 helgað norrænu samstarfi, norrænni vitund, menningu og samkennd.

Lesa meira

Info Norden

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Info Norden veitir upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkja eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.

Lesa meira

Nordjobb

Nordjobb miðlar árstíðabundnum störfum, húsnæði og menningar- og frístundadagskrá til ungmenna á aldrinum 18-30 ára. Nordjobb aukir hreyfanleika og skilning á menningu og tungumálum á Norðurlöndunum.

Lesa meira

Snorraverkefnin

Snorraverkefnin gefa Vestur-Íslendingum kost á að grafa upp rætur sínar á Íslandi. Snorraverkefnin efla tengslin á milli Vestur-Íslendinga og skipuleggja ferðir á milli Íslands og Norður-Ameríku.

Lesa meira

Norræna félagið á Íslandi starfar náið með systurfélögum annarstaðar á Norðurlöndunum. Samstarfsvettvangur félaganna er Samband Norrænu félaganna / Foreningerne Nordens Forbund og er skrifstofa þess staðsett í Kaupmannahöfn í Danmörku.